Hvannadalshnúkur
Photo: Björgvin Hilmarsson

Hvannadalshnúkur

Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson

Hvannadalshnúkur - Iceland´s Highest Summit - IMG25

Ógleymanleg ferð á hæsta tind landsins!

Erfiðleikastig:

AUÐVELT

ERFITT

Verð frá:  

Fullorðinn: 39900

Brottfarir: Alla þriðjudaga, föstudaga og laugardaga kl. 5.00 - 1. apríl til 15. ágúst

Lengd: 10-15 klst. ganga

Upphafsstaður: Bjálkakofi Íslenskra Fjallaleiðsögumanna við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli, kvöldið fyrir uppgönguna.

Lágmarksaldur: 16 ára

Við útvegum: Allan sérhæfðan útbúnað til jöklaferða

Þú útvegar: Nesti og persónulegan búnað

 • Vídeó
 • Lýsing ferðar

  Hvannadalshnjúkur er hæsti tindur landsins og vinsæl áskorun fyrir þá sem eru komnir af stað í gönguferðum og fjallgöngum. Af þessum ástæðum hefur ferð okkar á Hvanndalshnjúk verið vinsælasta ferð Íslenskra Fjallaleiðsögumanna hjá Íslendingum frá því að fyrirtækið byrjaði að leiðsegja á Hnjúkinn 1994.

  Hvannadalshnjúkur býður upp á einstakt útsýni í allar áttir. Sjá má yfir endalausar fannbreiður Vatnajökuls, svarta strandlengju Skeiðarársands, hrikalega Hrútsfjallstinda og bratta skriðjökla Öræfajökuls. Þetta samspil stórbrotinnar náttúru og gefandi útivistar dregur Íslendinga sem og erlenda ferðamenn að Hvannadalshnjúki, hátindi Öræfajökuls, ár hvert.

  Ganga á Hvannadalshnjúk reynir á úthald og viljastyrk gesta okkar, en í fylgd reyndra jöklaleiðsögumanna er ekki þörf á neinni sérhæfðri kunnáttu. Í ferðum okkar á Hvannadalshnjúk miðum við við hámark 8 gesti á hvern jöklaleiðsögumann við bestu aðstæður. Þegar líða tekur á sumarið og sprungur opnast meira lækkum við hlutfallið eftir aðstæðum.

  Fyrir frekari upplýsingar og bókanir hafið samband við dagsferðadeild Íslenskra Fjallaleiðsögumanna, s. 587 9999 eða tölvupóstur: info@mountainguides.is

  Upphafsstaður : Einstaklingar eða forsvarsmenn hópa ættu að hafa samband við leiðsögumenn eftir kl. 17:30 daginn fyrir uppgöngu í síma +354 8942959. Gert er ráð fyrir að allir göngumenn hitti leiðsögumenn kvöldið fyrir uppgönguna, í bjálkakofa Íslenskra Fjallaleiðsögumanna við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli, kvöldið fyrir uppgönguna. Þar verður tekin lokaákvörðun um brottfarartíma og spurningum um veður, búnað og annað svarað. 

  Undirbúningur ferðar:

  Göngur á Hvannadalshnjúk byrja á undirbúningi. Kvöldið fyrir gönguna hittir leiðsögumaðurinn alla sína göngumenn og fer yfir daginn með þeim. Á þessum fundi er farið yfir búnað þátttakenda, jöklabúnaður (belti, broddar og exi) afhentur, spurningum svarað og brottför tímasett nákvæmlega. Oftast leggjum við af stað á milli 4 og 6 á morgnanna, eftir veðurspá hverju sinni.

  Uppgangan hefst við eyðibýlið Sandfell, um 7 kílómetrum austan við Freysnes. Óhætt er að leggja af stað með lítið vatn um morguninn því að fyrsta stopp er tekið við lítinn læk í 400 metra hæð þar sem hægt er að fylla á allar flöskur og brúsa.

  Nokkur stutt stopp eru tekin á leiðinni upp Sandfellið og yfir Sandfellsheiðina. Við jökulröndina í um 1.100 metra hæð er hópurinn settur í línu og lagt á jökulinn. Frá 1.100 metrum upp í 1.800 metra er að mestu samfelld snjóbrekka með fögru útsýni yfir sandana fyrir sunnan Öræfajökul. Í 1.800 metra hæð komum við upp að brún Öræfajökuls öskjunnar og Hvannadalshnjúkur birtist okkur í allri sinni dýrð.

  Gangan yfir öskjuna er flöt og gefur góð tækifæri til þess að virða fyrir sér umhverfi sitt, Sveinstindar öðrum megin, hrikalegar jökulsprungur Fjalljökulsins á aðra hönd og Hvannadalshnjúkur og Dyrhamar gnæfa yfir öskjuna framundan.

  Undir hlíðum Hvannadalshnjúks er oftast tekin góð nestispása um leið og við setjum á okkur mannbrodda og virðum fyrir okkur uppgönguleiðina. Sjálfur Hvannadalshnúkur er lítill hluti af heildargöngunni og flestir gleyma alveg að mæðast þegar þeir horfa í kring um sig. Í góðu veðri ofan af Hvannadalshnúki, hæsta tindi landsins, sést vítt og breitt um Ísland. Fannbreiður Vatnajökuls teygja sig nærri svo langt sem augað eygir og svartur Skeiðarársandur nær lengra en nokkurn hefði grunað.

  Niðurleiðin er eftir sömu leið til baka og gengur vanalega nokkuð hraðar fyrir sig en uppgangan. Þegar komið er til byggða er mikilvægt að teygja strax vel á öllum vöðvum og borða og drekka vel um kvöldið til þess að jafna sig strax eftir gönguna. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn mæla ekki með því að keyra til Reykjavíkur eftir göngu á Hvannadalshnjúk, fyrr en eftir góða hvíld.

 • Útbúnaðarlisti

  Útbúnaðarlisti fyrir há fjöll og jökla (s.s. Hvannadalshnúk)

  Dæmi um fjöll í þessum flokki eru Hvannadalshnúkur – Hrútsfjallstindar – Þverártindsegg og Miðfellstindur
    
  Bakpoki 30-45L
  Vatns og vindheldur öndunarfatnaður, buxur og jakki
  Góðir gönguskór sem styðja vel við ökla (ath. hægt að leigja af ÍFLM)
  Legghlífar
  Síðerma bolur úr ull eða gerviefnum
  Göngubuxur eða fleece buxur
  Ullarsokkar / göngusokkar
  Sólgleraugu og sólvörn (20 eða meira) 
  Hlý peysa (ull eða fleece)
  Auka peysa til að nota í pásum og á köldum dögum
  Húfa og vettlingar
  Nesti (2-6 samlokur og súkkulaði og/eða annað orkunasl)
  Vatn (allt að 3L, leitið ráða hjá leiðsögumanni)
  Myndavél
  Stillanlegir göngustafir
    
  Snemma á vorin (apríl, maí) er nauðsynlegt að vera í hlýrri fötum og ekki úr vegi að hafa þá einnig: 

  Skíðagleraugu
  Vindheldar lúffur/vettlinga  
  Lambhúshetta

  Fatnaður:
  Að fara á Hnúkinn tekur milli 10 og 15 tíma að jafnaði. Búast má við hitastigi á bilinu –5°C og upp í 20°C á hvaða tíma sem er. Besta leiðin til að vera búinn undir þennan mikla hitamun er að klæða sig í lögum. Þannig er hægt að fara úr í miklum hita eða auka við fatnað eftir því sem ofar dregur og kólnar. Það er mjög mikilvægt að klæðast fatnaði næst húðinni sem ekki dregur í sig raka. Ull og ýmis gerviefni eru mjög góð. Bómull er alger bannvara á fjöllum! Útivistarverslanir hafa mikið framboð af góðum innanundirfatnaði og geta gefið góð ráð um val á honum.

  Matur og drykkur:
  Á meðan á fjallgöngunni stendur er stoppað nokkrum sinnum í lengri og skemmri tíma til að nærast og drekka. Mjög gott er að hafa nesti sem samanstendur af sælgæti, t.d. súkkulaði, sem borða má í stuttum pásum og samlokum sem gefa langtíma orku og borða má í löngum pásum.
  Það er sjaldgjæft að göngumenn nái ekki toppnum vegna þreytu. Þegar slíkt kemur fyrir er það venjulega vegna vöðvakrampa. Vöðvakrampar verða til vegna samblands áreynslu, vökvaskorts og steinefnaskorts. Besta leiðin til að koma í veg fyrir krampa er að drekka mikið af vökva. Hægt er að blanda ýmis konar orkudrykkjum út í vatn til að bæta upp steinefna- og orkuskort.
  Best er að velja orkudrykki sem hafa mikið af steinefnum en ekki eingöngu kolvetni. Styrkur blöndunnar ætti að vera um ½ af því sem framleiðandi mælir með.
  Vatnið ætti að bera þannig að hægt sé að ná í það á göngu svo ekki þurfi alltaf að taka af sér bakpokann til að drekka. Góður kolvetnaríkur morgunmatur hjálpar til (múslí, brauð, bananar) og ekki er verra að drekka mikið áður en lagt er af stað. Kaffidrykkju ætti að stilla í hóf þar sem hún leiðir til frekara vökvataps. Það er um að gera að drekka, drekka, drekka og drekka svo meira!

  Fyrir brottför

  Eftir kl. 17:30 daginn fyrir uppgöngu þurfa allir þátttakendur eða forsvarsmenn hópa að hafa samband við leiðsögumenn í Skaftafelli í síma +354 8942959 og ákveða tímasetningu á kvöldfundi með leiðsögumanni. Kvöldið fyrir brottför hittast allir þátttakendur og leiðsögumaður þeirra við bjálkakofa Íslenskra Fjallaleiðsögumanna við hlið þjónustumiðstöðvarinnar í Skaftafelli. Þar er farið yfir búnað þátttakenda, sérhæfðum jöklabúnaði útdeilt, spurningum svarað og nákvæmur brottfarartími ákveðinn út frá veðurspá.