Hvannadalshnúkur og niður Svínafellsjökul á fjallaskíðum

Hvannadalshnúkur og niður Svínafellsjökul á fjallaskíðum

Ein flottasta skíðaleið landsins, Hvannadalshnúkur og niður Svínafellsjökul. Krefjandi leið með útsýni sem á sér enga hliðstöðu!


Ívar Finnbogason

Ívar Finnbogason

Ívar er einn af reyndustu leiðsögumönnum landsins og hefur farið yfir 70 sinnum á Hnúkinn frá öllum áttum, á fjallaskíðum, gangandi, á snjóþrúgum og gönguskíðum og á enn hraðametið á Hnúkinn. Hann hefur leiðsagt fjölda fjallaskíðaferða á Tröllaksagunum og víðar, unnið á Grænlandi, Mt.Blanc, Elbrus, Kilimanjaro og á Suðurskautinu auk þess að vera einn af virtustu kennurum í menntun íslenskra leiðsögumanna í jökla- og fjallaleiðsögn. 

Verð frá
49900 kr.

Erfiðleikastig
Erfið

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Hvað er innifalið
Leiðsögn sérmenntaðs leiðsögumanns og allur nauðsynlegur búnaður til jöklaferða

Þú útvegar
Akstur til og frá upphafsstaðar við Sandfell og fjallaskíðabúnað

Lengd ferðar
10-15 klst. ganga

Upphafsstaður
Skáli Íslenskra fjallaleiðsögumanna við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli

Hópastærð
Lágmark tveir þátttakendur og hámark 4 í línu

Athugið
Upplýsingafundur með leiðsögumanni fer fram annað hvort daginn áður í Skaftafelli eða í Reykjavík fyrir brottför.

Að skíða niður af hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk (2110m), ætti að vera efst á lista allra sem stunda fjallaskíðun.
 
Af Hvannadalshnúk og niður á Svínafellsjökul er án vafa ein flottasta skíðaleið landsins og þó víðar væri leitað. 
 
Þetta er alvöru áskorun fyrir vant fjallaskíðafólk. Langur dagur, brattar brekkur, sprungur, línuvinna og gengið út yfir skriðjökul og í fjalllendi - allt sem þarf fyrir ógleymanlegan dag sem er stór innborgun í reynslubankann. 
 
Í þessari ferð förum við upp hina venjulegu Sandfellsleið og niður Svínafellsjökul þannig að þetta er líka þverun á Öræfajökli. 
 
Athugið að þessi ferð er ekki fyrir byrjendur á fjallaskíðum - hér er gerð krafa um færni á skíðum, reynslu og úthald fyrir langan og erfiðan dag. 
 
Þessi leið ætti að vera á óskalista allra sem stunda fjallaskíði. 
 
Það er tilvalið að fara í fjallaskíðaferð á Eyjafjallajökul, Smjörgil sem undurbúinin fyrir þessa ferð.
  
Ferðin er tilvalin fyrir litla hópa en hámarksfjöldi farþega er 4 á hvern leiðsögumann. Hafið samband til að fá upplýsingar um brottfarir fyrir sérhópa.
 
Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á [email protected]
 
Fagmennska á fjöllum!
 

Lágmarks aldur: 16 ára

Búnaðarlisti

Vinsamlegast hafið samband ef þið óskið eftir að fá lánaðan búnað vegna ferða hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. 

SKÍÐABÚNAÐUR

  • Fjallaskíðaskór eða snjóbrettaskór
  • Skíði eða splitboard.
  • Skíðastafir (stillanlegir)
  • Skíðastrappar (til að festa skíði á bakpoka)
  • Skinn á skíði/bretti
  • Skíðabroddar
  • Skíðahjálmur
  • Snjóflóðaýlir (stafrænn/digital ýlir með 3 loftnetum)
  • Skófla (samanbrjótanleg)
  • Snjóflóðastöng (240cm eða lengri)

ANNAR BÚNAÐUR

  • Áttaviti
  • GPS
  • Kort
  • Bakpoki (30-40L)
  • Höfuðljós
  • Vatnsflaska og hitabrúsi (2L af vökva)
  • Sólarvörn og varasalvi (SPF 30 eða meira)
  • Sólgleraugu
  • Skíðagleraugu
  • Skyndihjálpartaska lítil
  • Sími
  • Vasahnífur

FATNAÐUR

  • Sokkar (ull eða gerviefni).
  • Ullar nærföt (bolur og síðar buxur)
  • Síðerma millilag – Ull eða gerviefni
  • Soft shell buxur
  • Soft shell jakki
  • Primaloft eða léttur dúnjakki
  • Vind og vatnsheldur Jakki (goretex)
  • Vind og vatnsheldar buxur
  • Hanskar
  • Hlýjar lúffur
  • Húfa (flís/ull)

Bóka ferð

Staðfestar brottfarir sumarið 2021:

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.