Smalaleiðin meðfram Sólheimajökli
Verð frá
20999 kr.
Erfiðleikastig
Auðveld, Hófleg
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Hvað er innifalið
Leiðsögn, Skutl frá bílastæðinu við Sólheimajökul að upphafasstað göngu
Þú útvegar
Hlýjan, regnheldan fatnað og gönguskó
Lengd ferðar
6 klst
Upphafsstaður
Bílaplanið fyrir framan Sólheimajökul (Vegur 221). Mæting 20 mínútum fyrir brottför
Við hittumst á bílastæðinu fyrir framan Sólheimajökul. Leiðsögumaður tekur á móti hópnum og ekur honum stutta vegalengd að höfuðstöðvum Arcanum undir Mýrdalsjökli. Þar er farið í stærri bíl sem keyrir hópinn upp í 750m metra hæð þar sem gangan hefst. Á göngunni sér maður bersýnilega hvernig jöklar landsins hafa mótað landslagið. Gangan er að mestu leiti niður í móti þar sem gamalli smalaleið er fylgt meðfram jökulrönd Sólheimajökuls. Á leiðinni njótum við útsýnisins yfir suðurlandsundirlendið, yfir jökullinn og fetum okkur í gegnum gil niður meðfram jökulröndinni. Ferðin endar á bílastæðinu við Sólheimajökul þar sem bílarnir bíða eigenda sinna.
Þeir sem eru að leita að fallegri göngu í ósnortinni íslenskri náttúru ættu ekki að láta Smalaleiðina framhjá sér fara.
Fyrir frekari upplýsingar, hópaverð og bókanir hafið samband með tölvupósti á [email protected]
Lágmarks aldur: 14