Ísklifur 1 - byrjendanámskeið

Frábært námskeið í grunnatriðum ísklifurs

Erfiðleikastig:

AUÐVELT

ERFITT

Verð frá:  

Fullorðinn: 35.000

Brottfarir: 4.-5. nóvember 2016, 3.-4. febrúar 2017

Lengd: Kvöld + heill dagur

Upphafsstaður: ITM Bankastræti 2, 101 Reykjavík. Kl. 20:00 16. október.

Við útvegum: Kennslu á bóklegu kvöldnámskeiði og þjálfun í klifri á jökli. Einn leiðbeinanda á hverja sex þátttakendur. Allan sameiginlegan klifurbúnað. Flutning til og frá Sólheimajökli.

Þú útvegar: Persónulegan klifurbúnað (hægt að leigja) og útivistarfatnað.

Athugið: Verð til félaga í Íslenska Alpaklúbbnum er 30.000 kr.

 • Lýsing ferðar

  Byrjendanámskeið í ísklifri - Bóklegt - ITM Bankastræti 2 Klukkan 20:00 - 22:00 á föstudagskvöldi. Verklegt Sólheimajökull á laugardegi

  Markmið:
  Meginmarkmið námskeiðsins er að kenna grunnatriði í ísklifri. Farið er í helstu hnúta og aðferðir kynntar við að setja upp millitryggingar, meginakkeri og sigakkeri. Mest áhersla er þó lögð á að þátttakendur tileinki sér réttar hreyfingar í klifri og reynt verður að nýta sem mest af tímanum til klifurs. Námskeiðið hentar jafnt þeim sem hyggjast stunda ísklifur og hinum sem vilja einungis fá innsýn í þessa skemmtilegu íþrótt.

  Kröfur:
  Ekki eru gerðar kröfur um að þátttakendur hafi lokið öðrum námskeiðum.

  Ath:
  Þátttakendur þurfa að koma í viðeigandi útivistarklæðnaði og þurfa klifurbelti, læsta karabínu, tvær klifuraxir, hjálm og klifurmannbrodda. Allan þennan búnað er þó hægt að leigja hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum. Leiðbeinandi áskilur sér rétt til að hafna notkun búnaðar í eigu þátttakenda ef hann uppfyllir ekki öryggiskröfur. Til að fá sem mest út úr námskeiðinu er mælt með að þátttakendur mæti í stífum klifurskóm. Þá er einnig hægt að leigja. Útbúnaðarlista verður dreift til þátttakenda eftir skráningu.

  Verð til félaga í Íslenska Alpaklúbbnum er 30.000 kr. Til að fá frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband í gegnum netfangið ivar@mountainguides.is

  Loka

 • Dagskrá ferðar

  Kvöld :

  Farið er í helstu hnúta sem notaðir eru í klifri, áttuhnút, hestahnút, pelastikk og prússikhnút. Fjallað er um uppsetningu megintrygginga og farið yfir verklag í ísklifri. Helsti búnaður er kynntur og gengið frá ferðatilhögun fyrir dagsferðina á skriðjökul.

  Dagur :

  Farið er yfir megintryggingar, ferli ísklifurs og réttar klifurhreyfingar, beitingu mannbrodda, aðferðir við að sveifla og halda á ísöxum, V-þræðingar og sig með öryggishnút.

  Klifrað er í ofanvað (top-rope) undir leiðsögn kennara.

  Loka

Vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar um brottfarir í boði.

Auka þjónustur

 • Heildarverð fyrir alla farþega:

  0kr.